←
→
heildarþjónusta
vefhönnun
FERLIÐ
allur pakkinn á einum stað
PLANIÐ
Gott plan kemur okkur á leiðarenda, hratt og auðveldlega. Hvað á vefurinn að gera? Erum við að hanna sölutól, upplýsingaveitu eða gagnageymslu? Umfram allt erum við að gera vef sem virkar.
STÖFFIÐ
Efnið á vefnum er það sem skiptir máli. Vel skrifað, skýrt og skorinort. Við höfum bara nokkrar sekúndur til að kveikja áhuga. Hvað vekur hann, hvað kemur notandanum til að eyða tíma á vefnum þínum?
NAVIÐ
Oftast er best að fara stystu leiðina. Nema þú viljir sýna eitthvað sérstakt á leiðinni á áfangastað. Bútaðu stöffið niður í litla bita og vektu áhuga alla leiðina að aðalatriðinu. Leyfðu notandanum að ráða ferðinni.
FÍDUSAR
Takkar virka á flesta. Ef þú veist hvað takkinn gerir smellir þú á hann. Aðalmálið er að hann hvetji notandann til að ýta á og framkvæma. Heillaðu notandann til að smella, fikta, pota og skrolla!
LÚKKIÐ
Flottur vefur gerir ekkert annað en að vekja athygli. Í leiðinni er frábært að gera notandann forvitinn. Skapaðu hreyfingu, lýsandi myndir, fyrirsagnir og texta sem grípur notandann strax.
ÖPPGREIT
Gestagangurinn verður fljótur að minnka ef ekki er ryksugað og þurrkað af reglulega. Láttu okkur um að halda vefnum þínum ferskum og flottum. Þú smellir á okkur uppfærslu og hún fer inn um leið!
UMSAGNIR
ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR
Matartíminn
Proa sá um að hanna vefinn fyrir okkur. Málið var að gera flottan og skilvirkan vef sem auðvelt yrði að uppfæra. Toppþjónusta.
Herborg Svana Hjelm, sviðsstjóri
Slóðavinir
Við þurftum að endurnýja gamla vefinn og vildum smartan og einfaldan upplýsingavef fyrir félagið okkar. Slóðavinir mæla með Proa.
Sigurjón Andrésson, formaður
efnið er aðal
HVAÐ ER GÓÐUR VEFUR?
HÝSING
Örugg hýsing hjá Hýsingarfélaginu
LÉN
Við getum séð um pöntun léns
uppfærsla
Láttu okkur sjá um að halda vefnum við
allur réttur áskilinn © proa 2017
vefhönnun
heildarþjónusta
STYTTRI TÍMI
FAST VERÐ
MEIRI ÞJÓNUSTA